Vakin er athygli á að í 4. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118/2003 segir meðal annars: " Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki afgreiddar vegna þess mánaðar ".
Til þess að eiga rétt á húsaleigubótum 1. janúar 2008 þarf umsókn um húsaleigubætur að berast fyrir 17. janúar 2008, ásamt skattframtali 2007.