Hundahald í Vogum

Starfsfólki sveitarfélagsins hefur undanfarið borist margar ábendingar um hundahald í Vogum. Kvartað er yfir lausagöngu hunda sem og að sumir hundaeigendur sinni ekki þeirri skyldu sinni að fjarlæga úrgang hunda sinna. Mikilvægt er að eigendur hunda þrífi upp eftir hunda sína og gæti þess að þeir verði ekki öðrum íbúum til leiðinda og jafnvel hræðslu. Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja (www.hes.is) er að finna samþykkt um hundahald sem gildir í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Þar kemur skýrt fram hverjar eru skyldur hundaeigenda sem fá leyfi til að halda hunda á starfssvæði eftirlitsins. Skylt er að sækja um leyfi til hundahalds og er unnt að sækja um leyfi fyrir hundum á vef eftirlitsins.

Við hvetjum hundaeigendur í Vogum til að rækja skyldur sínar gagnvart hundahaldi auk þess sem við hvetjum þá sem ekki hafa skráð hunda sína til að skrá þá nú þegar. Innan skamms munum við birta skrá yfir alla hunda í sveitarfélaginu hér á vefnum með hvatningu til íbúa um að láta vita af óskráðum hundum í sveitarfélaginu.

Óskað er eftir því að þessar vinsamlegu ábendingar verði teknar til greina svo hundar og menn geti lifað í sátt og samlyndi.