Hulda Hrönn Agnarsdóttir tók þátt í sundmóti í Malmö sem haldið var þann 10. -
14. febrúar 2005 ( Malmö Open ) og fékk styrkt til fararinnar af sveitarfélaginu. Gekk
henni mjög vel.
Hulda Hrönn fékk 2. verðlaun fyrir 50m flugsund og 3. verðlaun fyrir 25m skriðsund.
Öðrum í hópnum gekk einnig mjög vel. Hulda er komin í landsliðið ( Flokkur S 14 )
og fór með landsliðinu til Danmerkur þann 11. - 13 . mars og fékk þar 5 verðlaun, 1 gull,
1 silfur og 3 brons. Einnig fékk hún fern verðlaun, 2 gull og 2 brons á Íslandsmóti
ÍF (Íþróttafélag fatlaðra) sem haldið var helgina 4. til 6. mars 2005.
Hulda Hrönn er félagi í Firði, Íþróttafélagi fatlaðra í Hafnarfirði.