Umhverfisnefnd setti upp hugmyndabanka og bauð íbúum að koma hugmyndum sínum um umhverfi sveitarfélagsins á framfæri. Fjölmargir tóku þátt og komu margar skemmtilegar hugmyndir og ábendingar fram. Umhverfisnefnd hefur fjallað um þær hugmyndir og ábendingar sem varða verkefnasvið nefndarinnar, en ekki voru allar ábendingarnar varðandi umhverfismál. Bæjarráð hefur tekið allar hugmyndirnar fyrir og ákveðið að birta á vefnum.
Hreinsa rusl:• Hreinsa Voga og vera duglegri að tína rusl.
• Setja ruslatunnu.
• Til að halda Vogum hreinum þá getum við búið til segularusl og það seglar bara rusl.
• Setja fleiri ruslatunnur um bæinn.
• Allir hugsa um sinn garð. Ruslið í fötuna en ekki á götuna.
• Fá sem flesta foreldra til þess að hvetja börnin sín til að henda ekki rusli á göturnar. Og síðan væri þægilegt að hafa kaffihús í Vogunum.
• Kenna börnunum það strax í 1. bekk að henda ekki rusli á götuna. Kenna þeim þetta í öllum bekkjum.
• Ekki kasta rusli. Fleiri ruslatunnur, kaffihús og matvörubúð.
• Tína ruslið og fleiri ruslatunnur.
• Henda rusli í ruslatunnur og setja blóm á túnin.
• Meiri ruslatunnur.
• Að fjölga rusladöllum á staurunum og koma hinum í lag sem enn eru í gamlársdagsfríi.
• Að hætta að henda rusli.
• Að henda rusli í ruslatunnurnar.
• Ganga harðar eftir því að íbúar hafi snyrtilegt hjá sér. Safni ekki bílum og öðru drasli.
• Að taka Lovísu ömmu Voganna sér til fyrirmyndar og hafa plastpoka í vasanum og tína upp drasl af förnum vegi. Ef allir leggjast á eitt þá verður þetta ekki neitt mál.
• Fjarlægja bílhræ og rusl af lóðum. Hreinsa upp eftir hunda sína.
• Sjá til þess að fólk lagi til á lóðunum hjá sér. Þrífa hesta og hundaskít af göngustígum.
• Sakna þess að sjá ekki eithvað á prenti um “umhverfissóðana” eða hvernig á að meðhöndla þá.
• Hvetja íbúa til að viðhalda húsum sínum betur, mála o.s.frv.
• Umhverfi leikskólans, planið ekki verið hreinsað, allt í sandi og grjóti, innkoman sóðalega óslegnir blettir við blómakassa, auk jólaseríu sem hangir á þakskegginu. Mikill fjöldi fólks fer þarna um á hverjum virkjum degi einnig við skólann, hef ekki skoðað umhverfi hans.
Gróður, tré:• Það væri mjög gaman að sjá meiri gróður á vegum Sveitarfélagsins sérstaklega við innkomu bæjarins.
• Tré – tré – tré – tré – tré – tré – tré– tré – tré – tré– tré – tré – tré– tré – tré – tré.
• Gróður og aftur gróður. Það eina sem blífar.
• Að hafa meiri tré.
• Gróðursetja tré – hugsa um þau. Hreinsa burt þara og fara burt með hann, ekki moka honum uppá grjótgarðinn. Minna hestamenn á að hreinsa upp eftir hestana eins og hundafólkið á að gera. Hvimleitt þegar þessar dellur eru um allt.
• Nauðsynlegt er að gróðursetja fleiri tré.
• Planta trjám.
• Planta trjám.
• Meiri gras.
• Setja niður fleiri plöntur í beðin á sumrin.
• Halda áfram að tyrfa opin svæði. Bæta umhverfið við innkomuna í bæinn. Td. laga stóra beðið.
• Breyta stóra beðinu við gatnamótin inní Voga.
• Gróðursetja blóm.
• Planta trjám í þorpinu. Hvetja hundaeigendur til að hirða upp eftir hunda sína.
• Hvað með úrganginn frá Nesbúegg og Ali er Landgræðsla að vinna í þeim málum??
• Fíflar og njólar eyðileggja gangstéttar og vaxa óhindrað á röskuðum svæðum einkum við göngustíga, án þess að nokkuð sé aðhafst. Hægt er að eyða þessum plöntum með HERBAMIX eins og ég hef margsagt Sverri. Mun erfiðara, tímafrekara og dýrara er að uppræta þessar plöntur með verkfærum. Að hafast ekkert að í þessum efnum finnst mér hinn mesti sóðaskapur (slóðaskapur). Ég veit að þú Þorvaldur ert á móti eitri, það er ég líka en stundum þarf það af illri nauðsyn. Nauðsynlegt er að setja nýjar þökur þar sem mest hefur verið troðið utan göngustíga og grasrótin er alveg dauð, td. við hornið á Ægisgötu og Stapavegi. Hvað varð um þá frábæru umhirðuáætlum umhverfisnefndar sem samin var í fyrra??? Á ekki að nota hana???
Minni loftmengun:• Að keyra ekki mikið hér í Vogum því það er svo stutt á milli hér.
• Kolefnisjafna bíla sveitarfélagsins.
• Allir á hjóli.
• Reyna að fá fólk til að hætta að reykja eða reykja minna.
• Hætta selja reykingar.
• Að brenna ekki rusl.
Gatnagerð, gangstígar:• Ljúka við gangstéttar. Lengja göngustíg.
• Malbika Heiðargerðið, neðsta bút.
• Setja aðra hraðahindrun hjá búðinni. Þessi eina gerir ekkert gagn.
• Setja hraðahindrun í Leirdal eftir beygjuna hjá Fagradal. Þar er yfirleitt gefið vel í og mörg börn í kring. Nánast valtað yfir 2 börn um daginn.
• Sveitarfélagið lagi gangstéttarenda hér og þar. Og betra að hafa blómabeðin minni, þá er betra að sinna þeim.
• Gera meira af því að snyrta, gangstéttar og hjá fólki sem ekki snyrtir sjálft.
• Laga gangstéttir, sérstaklega í Kirkjugerði neðra.
Fræðsluskilti:• Setja upp spjöld með myndum og nöfnum fugla.
• Merkja sögufræga/þekkta staði.
• Þar sem er kort af Vogunum við veginn inní bæinn, setja upp fleiri fræðandi skilti.
Raf línur:• Ekki leyfa Landsnet að setja loftlínur á okkar landi.
Grunnskólinn:• Skólinn eigi minimum verkfæri og garðkönnu í garðvinnu.
• Umhverfisdagur í skólanum.
• Hugmyndasamkeppni um fegrun úti.
• Á vorin fari allir bekkir í yngri og miðdeild sína vikuna hver út að þrífa lóð.
Almenningsgarðar:• Almenningsgarð
• Snyrta til á Arhól og Kirkjuhól.
• Gera eitthvað flottara í kringum Kirkjuhól.
Vogatjörn:• Laga kanta og umhverfi tjarnarinnar.
• Setja snyrtilega kanta í kringum tjörnina, laga hólmann og gera þetta snyrtilegt.
• Snyrta til í kringum tjörnina.
• Minnka gróðurinn í tjörninni.
Íþróttir, leiktæki:• 400 m. hlaupabraut í kringum fótboltavöllinn (grasvöllinn).
• Styrkja júdóið meira.
• Að hafa rennirólu við skólann svo við krakkarnir getum rennt okkur.
• Ath. m/leiksvæði. Taka til fyrirmyndar leiksvæðin sem skilin voru eftir á Vallarheiðinni.
• Laser Tag í Vogum.
• Mini Smáralind í Vogum.
• Hafa Laser Tag.
• Bíó í Vogana.
• Kick Box. Kross braut.
Verslanir:• Tívolí.
• Verslanir.
• Verslunarmiðstöð.
• Leikfangabúðir.
• Bíó.
• Að komi einhverjar fatabúðir í Vogana.
• Láta koma “sonna” Kringlu svo maður geti verslað “kommonn”.
• Það vantar fatabúð og gæludýrabúð.
• Mér finnst að það eigi að koma meiri búðir með fötum.
Subway:
• 4 x Subway
• Láta koma Subway stað og þá vilja allir þrífa umhverfið.
• Að það komi Subway því þá vil ég taka til.
• Leyfa litlu krökkunum að fá Subway.
Sundlaug:
• Koma með rennibraut í sundlaugina.
• Gera stærri sundlaug og rennibraut og hafa krakkavinnu.
• 3 x Rennibraut í sundlaug
• Gera stærri sundlaug og rennibraut, frítt fyrir undir 22 ára – í Jesú nafni amen.
• Fá sundrennibraut og stækka sundlaugina.
Ýmislegt:• Kaffihús – ostakökur, drykkir, langlökur og samlokur.
• Setja stóra kúlu yfir Vogana eins og í Simpsons movie.
• Láta heitt vatn renna úr jörðinni svo er kalt vatn (hreint) sem rennur úr slöngu. Á sumrin er það mjög gott að hafa krana til að fylla á vatnsblöðrur og ruslatunnu til að láta afganga af vatnsblöðrunum í ruslið.
• Sól alla næstu viku.
• Gera Þorvald að bæjarstjóra.
• Láta Glaðheima vera.