Hugmyndir 7. bekkjar Stóru-Vogaskóla um betri heimabyggð.

Betri Vogar er þemaverkefni 7. bekkjar í náttúrufræði unnið síðari helming aprílmánaðar 2009. Nemendur áttu að vinna eitthvað tengt heilsu og  heimabyggð og völdu yfirskriftina Betri Vogar. Nemendur voru hvattir til að ræða hvert við annað og við fjölskyldu og vini um hvað helst þyrfi að gera og búa svo  til efni með ábendingum fyrir íbúa og bæjarstjórn Voga.

Bæjarstjóra, bæjarfulltrúum og foreldrum  var boðið í skólastofuna og nemendur kynntu þeim þessar glærur og urðu þar ágæt skoðanaskipti. Gestirnir sýndu hugmyndum krakkanna mikinn áhuga.

Einnig var efnið sett á  veggspjöld í skólanum og er nú aðgengilegt á vef Stóru- Vogaskóla.