Hugmyndasamkeppni um merki

Félagsmiðstöðin Boran flautar til hugmyndasamkeppni um merki/logo félagsmiðstöðvarinnar í tilefni þess að hún flytur í nýtt og betra húsnæði.  Merkið þarf að vera áberandi tákn um það starf sem fer fram í félagsmiðstöðinni. Vegleg verðlaun í boði. 

Við hönnun merkisins er gott að hafa í huga að merkið:

  • sé einkenni eða tákn sem vísar til starfsemi félagsmiðstöðvarinnar
  • hafi sín sérkenni og sérstöðu
  • sé einfalt og auðskilið
  • sé óháð tísku dagsins, verði ekki strax gamalt
    og sé líklegt til að lifa lengi.
  • hafi sem fæsta liti og sé einfalt í prentun

Merkinu/lóginu þarf að skila á tölvutæku formi á skrifstofu félagsmiðstöðvarinnar fyrir 10. ágúst, merkt með nafni þess sem bjó það til.
Félagsmiðstöðin áskilur sér allan rétt á að nota vinningsmerkið á heimasíðu,skilti og annað efni sem tilheyrir félagsmiðstöðinni.

Sigurvegarinn hlýtur í verðlaun.
7000 kr úttekt í K-sport í Reykjanesbæ.
Minnislykil  frá Tölvutraust.
Pizzaveislu fyrir tvo.  

Á myndinni má sjá merki Sveitarfélagsins Voga.