Hreystivöllur vígður.


Á laugardaginn var hreystivöllur við grunnskólann í Vogum tekinn í notkun.
Þetta er fyrsti völlur sinnar tegundar sem rís við grunnskóla og er hann
liður í því að auka á hreyfingu og hreysti skólabarna. Á annað hundrað manns
voru viðstaddir og fylgdust með því þegar margfaldur íslandsmeistari í
fitness, Kristján Ársælsson fór fyrstu ferðina. Völlurinn er hannaður og
byggður af Andrési Guðmundssyni kraftlyftingakappa en Andrés hefur staðið
fyrir skólahreysti – keppnum í grunnskólum landsins. Í tilefni dagsins var
boðið upp á heilsuveitingar sem runnu ljúft ofan í gesti.