UMFÍ stendur fyrir Hreyfiviku sem hefst í næstu viku. Hreyfivikan (Move Week) er haldin um
gjörvalla Evrópu og ætla Þróttarar að taka þátt. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í
Hreyfivikunni. Við höfum fengið skólann, leikskólann, félagmiðstöðina og Álfagerði til þess að
taka þátt í Hreyfivikunni með okkur. Okkar markmið í Hreyfivikunni þetta árið er að fá
fjölskylduna til þess að hreyfa sig saman.
Mánudagur: Mömmuæfingar. ALLAR mömmur velkomnar á æfingar hjá Þrótti þennan
daginn. Hvetjum þær til þess að taka virkan þátt í æfingunum með börnunum.
Leikskólinn Suðurvellir: Staðarborg mun bjóða Háabjalla með sér í íþróttir í íþróttahúsinu.
Einnig mun leikskólinn vera með aukna hreyfingu í vikunni fyrir allar deildir af tilefni
Hreyfivikunnar.
Þriðjudagur: Eldri borgarar í Vogum stýra Boccia í íþróttahúsinu kl 20:00. Allir velkomnir.
Miðvikudagur: Skólinn verður með aukna hreyfingu og taka þátt í forvarnardeginum.
Félagsmiðstöðin verður með leikjafjör í íþróttasalnum. Íþróttafjör í salnum verður fyrir 6. og
7. bekk kl 17:00 og fyrir 8.-10. bekk kl 20:00.
Fimmtudagur: Pabbaæfingar. ALLIR pabbar velkomnir á æfingar hjá Þrótti þennan daginn.
Hvetjum þá til þess að taka virkan þátt í æfingunum með börnunum.
Föstudagur: Frítt í sund allan daginn. Hvetjum fjölskylduna til þess að fara saman í sund.
Laugardagur: Fjölskyldusamvera í íþróttahúsinu á milli 12:00-14:00. Börn verða að vera í
fylgd með fullorðnum. Boðið verður upp á safa og ávexti.
Sunnudagur: Fjölskylduganga með Hilmari Agli göngugarpi. Gengið verður upp á Stapa og
Grímshól. Farið verður af stað frá íþróttahúsinu kl 14:00.
"Við hættum ekki að leika okkur af því að við verður gömul, við verðum gömul af því að við hættum
að leika okkur„