Hreyfivikan 2014

Í síðustu viku fór hin svo kallaða Hreyfivika - MOVE WEKK fram um gjörvalla Evrópu. UMFÍ tók þátt í þessu verkefni hér heima og hvatti öll félög til þess að taka þátt í þessu með sér. Þróttur er rosalega stoltur af því að hafa verið með. Var þetta í fyrsta skiptið sem við tókum þátt og er það alveg á hreinu að þetta er komið til að vera. Skólinn, leikskólinn, félagsmiðstöðin og Álfagerði tóku þátt í þessu með okkur. Var meðal annars boðið upp á mömmu og pabbaæfingar, frítt í sund, fjölskyldusamveru í íþróttahúsinu og göngu um Vogana og upp á Stapa.
Hreyfivikan - MOVE WEEK mun fara fram aftur að ári en það þýðir ekki að við megum slá slöku við. Hreyfivikur eiga að vera allt árið um kring ekki bara í Hreyfivikunni sjálfri.
Ungmennafélagið Þróttur vonar að sem flestir hafi notið vikunnar í leik og starfi og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu fyrir þeirra framlag.