Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag…
Hreinsunardagar í Vogum standa yfir dagana 24. maí – 3. júní.
Gámur fyrir garðaúrgang verður við tjaldsvæðið við Hafnargötu.
Íbúar Sveitarfélagsins Voga eru margir hverjir komnir á fullt skrið við að taka til hendinni við hús sín, lóðir og nærumhverfi. Á næstu dögum ætlum við að gera enn betur og taka höndum saman um að gera fallegan bæ snyrtilegan fyrir sumarið. Minnum á að:
- Jarðveg og garðúrgang má losa í gám við tjaldsvæðið. Munið að tæma poka.
- Garðaúrgangur sem skilinn er eftir við lóðarmörk verða teknir hjá þeim sem þá þjónustu þurfa að því skilyrði að hann sé snyrtilega frágenginn í pokum.
- Íbúar Vatnsleysustrandar eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 440-6200 og óska eftir því að pokar með garðaúrgangi verði hirtir.
- Gámasvæðið verður opið á hefðbundum tíma og grenndargámar eru við tjaldsvæðið, fyrir frekari flokkun en við minnum fólk á mikilvægi þess að flokka allt rusl. Opnunartími gámasvæðis Kölku við höfnina verður sem hér segir : þriðjudaga kl. 17-19, föstudaga kl. 17-19 og sunnudaga kl. 12-16.
- Hægt verður að óska eftir að láta sækja járn s.s. bílhræ og annað sambærilegt. Beiðnir fara í gegnum skrifstofu í síma 440-6200.
…hve fagurt var þann dag.