Hreinsun á Kirkjuhvoli

Nóg verk er fyrir höndum eins og sjá má og meira inni
Nóg verk er fyrir höndum eins og sjá má og meira inni

Það er nóg um að vera hjá Sögu- og minjafélagi Vatnsleysustrandar þessa dagana. Eins og öllum er kunnugt festi félagið nýverið kaup á Kirkjuhvoli hinu forna samkomuhúsi á Vatnsleysuströnd. Nú er unnið að hreinsun hússins og gengur vel enda vinna margar hendur létt verk. U.þ.b þriðjungur af drasli er farinn, heill gámur af járni. Margir hafa heimsótt í Kirkjuhvol undanfarna daga, hjálpað til og spjallað. Það var meira að segja brotist inn í gærkveldi (þó húsið hafi verið opið í mörg ár).
Ákveðið var að læsa húsinu til þess að varðveita vísbendingar um byggingarlag, ekki vegna verðmæta. Ef einhvern langar að sjá inn í húsið þá eru félagar í minjafélaginu þar flest kvöld. 

Fyrir þá sem vilja ganga í félagið þá er öllum tekið fagnandi. Einfaldast er að finna félagið á Facebook eða heimsækja Kirkjuhvol. Einnig má senda póst á menningarfulltrúa á netfangið daniel@vogar.is og verður því komið áfram til forsvarsmanna félagsins.