Hreinsum Ísland, verkefnið

Þann 15. september ætla 150 aðildarlönd að www.worldcleanupday.org  að hvetja samlanda sína að taka höndum saman, skrá sig til leiks og þrífa jörðina saman sem teymi.
Blái herinn og Landvernd standa saman að þessu fyrir hönd Íslands undir merkinu www.hreinsumisland.is  Þar er hægt að skrá sitt verkefni inn sem hópur eða einstaklingur.
Verkefnið er tilnefnt til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 og var gert opinbert af forsætisráðherra okkar á Lýsu (Rokkhátíð samtalsins) á Akureyri föstudaginn 8. september s.l.
Fulltrúar Hreinsum Íslands verkefnisins mættu á fundinn og fluttu stutta kynningu með myndum og hvatningarorðum. Þau sem standa saman að þessu verkefni hafa leynt og
ljóst verið að hvetja til verkefna um allt land, bæði með fundum, bréfaskriftum og verkefnum til sveitarstjórna, ríkisstjórnarinnar, fyrirtækja og einstaklinga um allt land.
Í ár hafa mjög margir einstaklingar í hópi plokkara verið öflugir í hreinsun, fyrirtæki hafa tekið svæði fyrir og hreinsað og mjög almennt hefur orðið vitundarvakning um þá áskorun að vilja sjá heiminn sinn hreinni og ómengaðri.

Sveitarfélagið Vogar hefur nú tekið áskorun forsvarsmanna verkefnisins sem hvetja íbúa sveitarfélagsins til að ganga fjörur við Vatnsleysuströndina og í Vogum,
og hreinsa rusl. Hér með er þessari hvatningu komið á framfæri við íbúa sveitarfélagsins, með von um að sem flestir sjái sér fært að taka þátt.

Starfsmenn Umhverfisdeildar munu strax eftir helgi aka eftir veginum inn Vatnsleysuströnd og hirða það rusl og úrgang, sem heimilt er að skilja eftir í vegkantinum þannig að auðvelt sé að nálgast það.