Hljómsveitarkeppnin Rokkstokk – laugardaginn 29. október.

Sex hljómsveitir skráðar til leiks.

Rokkstokk 2011 fer fram í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 29. október. Þar gefst tónlistarfólki á aldrinum 13-25 ára tækifæri til að koma fram við bestu aðstæður í skemmtilegri hljómsveitarkeppni. Keppnin hefst kl. 18:00  en húsið opnar kl. 17:30.
Sex hljómsveitir eru skráðar til leiks; Askur Yggdrasils (Reykjanesbær), Kristjón Freyr (Reykjanesbær), MC Narri (Reykjanesbær), The Wicked Strangers (Selfoss/Eyrarbakki), Primavera (Kópavogur) og A Day In December (Reykjavík).

ATH – frítt inn.

Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni www.rokkstokk.net

Rokkstokk 2011 fer fram á vegum SamSuð, sem er samstarfsvettvangur félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, og er styrkt af Menningarráði Suðurnesja. Samstarfsaðili er Rás 2 sem mun taka upp Rokkstokk 2011 og verður afraksturinn sendur út í þættinum Skúrnum. Veitt verða vegleg peningaverðlaun fyrir fyrsta sæti auk þess sem áhorfendur í sal munu velja eina hljómsveit sem mun fá sérstaka viðurkenningu.

Hljómsveitarkeppnin Rokkstokk fór fram á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Ungó í Félagsbíói árin 1997-1999 en lagðist svo af. Margir tónlistarmenn sem síðar hafa látið mikið að sér kveða fengu þar dýrmæta reynslu. Félagsmiðstöðvarnar á Suðunesjum endurvöktu keppnina 2010 og vilja með þessu framtaki leggja sitt af mörkum til þess að svæðið haldi áfram að vera uppspretta hæfileikraríkra tónlistarmanna sem vekja athygli á landsvísu.

Hljómsveitin SkyReports frá Reykjanesbæ sigraði á Rokkstokk 2010. Keanu lenti í öðru sæti og Reason To Belive var valin besta hljómsveitin af áhorfendum.