Hjónanámskeið á vegum Kálfatjarnarkirkju

Hjónanámskeið á vegum Kálfatjarnarkirkju hefst miðvikudaginn 7. október nk.

Námskeið hefst 7. okt kl : 19:00

Námskeiðið er eitt kvöld í viku, í sjö vikur.

Hjónanámskeiðið er byggt á bókinni Hún og hann, hamingjuríkt hjónaband, eftir Nicky og Silu Lee og er hugsað fyrir hjón/pör sem vilja byggja upp sterkt samband sem endist, gera gott samband betra . Á námskeiðinu hlusta þáttakendur á fyrirlestra og síðan vinna pörin saman að verkefnum hvert fyrir sig . Engin verður beðinn að tjá sig neitt um sitt samband .

Reynslan af þessu námskeiði er mjög góð og þátttakendur eru flestir sammála um að það hafi verið mjög gott fyrir hjónabandið/sambandið . Góður matur í upphafi hvers kvölds. Þátttakendur skiptast á að elda.

Kostnaður vegna námskeiðs 1.000 kr á mann fyrir hverja máltíð og námskeiðsgögn 1.500 kr á mann .

Námskeiðið verður haldið í Álfagerði  ef næg þátttaka fæst .

Skráning  sendist á kjartan@astjarnarkirkja.is