Hjólað í vinnuna 2011

Hvatt er til að sem flestir taki þátt. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa staðið sig vel undanfarin ár, bæði í þátttöku, fjölda ferða og kílómetrum. Í ár ætla starfsmennirnir aftur að taka þátt og hvetja aðra vinnustaði til að vera með.

Kennaranámskeið í samvinnu við Náttúruskóla Reykjavíkur í Fossvogsskóla 4. maí frá 15 – 18.
Hjólreiðaátælun Reykjavíkurborgar verður kynnt og boðið uppá hjólaeflandi verkefni fyrir skólafólk sem byggir á ný útkomnu námsefni frá Námsgagnastofun: Hjólum og njótum. Einnig verður farið yfir sitllingar og hjólastellið, hjólað með hóp, hjólaleikir, þrautabrautir. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Náttúruskóla Reykjavíkur og er kostnaði stillt í hóf.

Fyrirlestrar og námskeið á vegum Hjólafærni – sjá viðhengi. 


Að lokum er minnt á að skráning í Hjólað í vinnuna 2011 hefst mánudaginn 18. maí næst komandi inná vefsíðu átaksins, www.hjoladivinnuna.is 

Fram að því verður vefsíðan lokuð, en þeir sem hafa spurningar eða vantar gögn um átakið geta haft samband í síma 514-4000.