Hjólað í vinnuna 2009. Sveitarfélagið Vogar í 8. sæti.

Starfsmenn Sveitarfélagsins Voga tóku þátt í átakinu Hjólað í vinnuna sem stóð yfir frá 6. maí til 26. maí. Sveitarfélagið skráði 5 lið til leiks og náði þeim prýðilega árangri að enda í 8. sæti í flokknum fyrirtæki með 70- 149 starfsmenn. Starfsmenn sveitarfélagsins eru tæplega 100 talsins. 

Alls tóku 40 starfsmenn þátt í fimm liðum eða um 42% starfsmanna, sem er mjög góð þátttaka. Á næsta ári stefnum við að því að a.m.k. 50% starfsmanna taki þátt ! 

Það er ekki aðeins kílómetrafjöldinn sem skiptir máli, heldur líka fjöldi ferða. Starfsmenn hjóluðu og gengu víða að, en flestir gengu eða hjóluðu innanbæjar. Svava skólastjóri og Elín hjúkrunarfræðingur búa í Reykjanesbæ og hjóluðu nokkrum sinnum yfir Stapann. Eirný bæjarritari náði flestum kílómetrum, en hún býr í Reykjavík og keyrði inn að Vatnsleysu á hverjum morgni og hjólaði ströndina fram og til baka í hvaða veðri sem var.

Á mynd:
Eirný bæjarritari og Róbert bæjarstjóri við hjólin og að sjálfsögðu með hjálm !