Ákveðið hefur verið að halda sameiginlega Heislu- og forvarnarviku á Suðurnesjum og er þetta í fyrsta skipti sem það er gert. Um er að ræða vikuna 2. – 8. október og viljum við reyna að höfða til sem flestra íbúa á Suðurnesjum með málefni Heilsu og forvarna að leiðarljósi. Hér í Vogum viljum við virkja okkar fólk og erum við þar að horfa til stofnana sveitarfélagsins, fyrirtækja og félagasamtaka í Vogum.
Möguleikar á þátttöku eru nánast ótakmarkaðir. Má í því sambandi nefna að hægt er að hvetja fólk til hreyfingar og hollra lífshátta, bjóða upp á enn hollari mat en venjulega, standa fyrir einhverskonar fræðslu um heilsutengd málefni.