Það er einn af föstum punktum í starfi eldri borgara fyrir jólin þegar leikskólabörnin koma í heimsókn og syngja. Á því varð engin breyting nú fyrir jólin. Eins og sjá má af myndum kom fríður hópur barna yfir götuna og sungu þau eins og englar. Að því loknu þáðu þau piparkökur og djús og þetta var hin notalegasta samverustund. Framundan er svo heimboð til eldri borgara í sveitarfélaginu á þorrablót leikskólans sem er miðvikudaginn 29. janúar milli 9.30 og 11.
Þetta er mikilvægt samstarf og ekki er annað að sjá að bæði ungir sem aldnir njóti þess.