Bæjarskrifstofan fékk fjöruga krakka á leikjanámskeiði í heimsókn í morgun.
Þau skoðuðu bæjarskrifstofuna, prufuðu bæjarstjórastólinn og því næst var haldinn fundur með bæjarstjóra í nýja fundarherberginu þar sem fram kom að óvissuferðir væru skemmtilegastar á leikjanámskeiðinu.
Að því loknu fengu allir hressingu áður en haldið var út í ný ævintýri.
Í fylgd með börnunum voru hressir nemendur úr vinnuskóla og Hrafnhildur Ýr Freysdóttir sem stýrir leikjanámskeiðinu.