Dagskrá Heilsu- og forvarnarviku í Vogum
Mánudagur
Íþróttaviðburðir í Íþróttamiðstöðinni frá kl. 20:00 - 22:00 Allir eru velkomnir til að koma og spreyta sig á skemmtilegum, mis erfiðum verkefnum og þrautum í íþróttahúsinu. Konur, karlar gamlir sem ungir ættu að geta fundið verkefni við sitt hæfi. Settar verða upp stöðvar sem hver og einn getur komið og gert þegar þeim hentar s.s. planki, armbeygjur, sprettir, styrktaræfingar og fleira skemmtilegt. í lokin verður svo tilkynnt Sigurvegara hverrar viðureignar á Fésbókinni.
Boost/smoothie kvöld í félagsmiðstöðinni Boran þar sem unglingarnir spreyta sig á heilsuhristingum.
Þriðjudagur
Leikfimi í Álfagerð kl. 13:00 Alla þriðjudaga er leikfimi í Álfagerði sem er sniðin að þörfum 60 ára og eldri en allir eru velkomnir að koma og prufa að vera með.
Opin júdóæfing kl. 17:00 fyrir 10 ára og yngri og 18:00 fyrir 10 ára og eldri.
Gym Heilsa ætlar að bjóða öllum prufutíma í líkamsræktarsalnum frá 06:30 til 22:00. Einnig verður þjálfari á staðnum til að leiðbeina frá kl. 17:00 – 19:00
Miðvikudagur
Þróttur stendur fyrir opinni fótbolta æfingu fyrir kvk í Vogum í íþróttamiðstöðinni. Þróttur í samstarfi við félagsmiðstöðina ætlar að prufa setja af stað verkefni til að tengja þá sem hafa áhuga aftur inn í íþróttir. Markhópurinn er kvk á öllum aldri og markmiðið er að fá þær sem hafa áhuga á að spila/leika sér í fótbolta til að koma án þess að þurfa fara æfa tækni, þrek eða styrk. Þetta á að vera skemmtilegt og uppörvandi og hvetjum við allar konur í Vogunum til að koma og taka þátt í vetur.
Fimmtudagur
Fyrirlestur um þriðja æviskeiðið í Álfagerði kl. 15:00
Gengið verður frá heilsuleikskólanum Suðurvöllum að Hábjalla kl. 17:00 undir leiðsögu starfsmannahópsins leikskólans.
Föstudagur
Opin júdóæfing kl. 17:00 fyrir 10 ára og yngri og 18:00 fyrir 10 ára og eldri. ? Reykjavík Ragnarök ætlar að koma og vera með kennslu í quidditch fyrir krakkana í félagsmiðstöðinni frá kl. 20:00 – 22:00. Quidditch er galdramannaíþrótt úr bókum J. K. Rowling sem fjalla um Harry Potter. Íþróttin hefur náð miklum vinsældum og hefur íslenska liðið til dæmis verið að keppa á norðurlandamótum og heimsmeistaramótum með góðum árangri. Reykjavík Ragnarök munu koma með allt sem til þarf til að prufa þessa Íþrótt og hvetjum við alla í 8. – 10. Bekk til að koma og taka þátt.
Opnar æfingar í Júdó
Arnar Már Ólafsson Júdóþjálfari ætlar að halda opnar æfingar í Heilsu og forvarnarvikunni og vill hann hvetja alla til að koma og prufa og verða tímar klukkan 17:00 og 18:00 bæði þriðjudag og föstudag. Fyrri tímarnir verða hugsaðir fyrir yngri kynslóðina og er gott að miða við 9/10 ára og yngri og seinni tímarnir eru hugsaðir fyrir 10/11 ára og eldri og þá skiptir engu máli hvort þú ert 10 ára eða 100 ára, kona eða karl það geta allir prufað og haft gaman.
Alla vikuna verða ferskir ávextir í boði í íþróttahúsinu og Álfagerði.