Haust og vetrarstarf er að hefjast

 

Félagsstarf aldraðra í Álfagerði hefur formlegt starf í næstu viku. Þar verður ýmislegt í boði til dæmis Boccia og billjarð ásamt spilum af ýmsu tagi og handverk. Félag aldraðra á Suðurnesjum gaf félagsstarfinu í Vogum billjarðborð og Vordís og Steingrímur gáfu bækur, blóm og annað.

 

Hjá ungmennafélaginu Þrótti eru æfingar að hefjast, júdó er þegar hafið, aðrar greinar koma inn á næstu vikum.

 

 

Félagsmiðstöðin Boran hefur starf í um miðjan september. Nýtt nemendaráð var valið um daginn. Eins og á liðnu skólaári verður nemendaráðið einnig Boruráð. Formaður nemendaráðsins er Sædís María Drzymkowska.

Nemendur vinnuskólans voru sumir að störfum fram að Fjölskyldudegi og flokksstjórar enn lengur. Meðal síðustu verka var umhirða tjarnarinnar.

Um leið og félög ýta starfi úr vör má sjá hópa fugla hér og þar. Allir búa sig undir veturinn, hver á sinn hátt.

Hér í myndasafninu má sjá nokkrar nýjar haustmyndir.