Nú haustar og daginn styttir en fegurðin er samt allt í kring ef við höfum augun opin fyrir henni.
Aragerðið er gróið sára sinna síðan í framkvæmdunum í sumar og er mjög vistlegur staður til útiveru fyrir unga sem aldna.
Framkvæmdir við Vogatjörn eru á lokastigi, nýju steinarnir spegla sig í vatninu og stargróðurinn í hólmanum og við bakkana skrýðist gulbrúnum haustlit. Nemendur í 6. bekk eru nú að rannsaka lífið í tjörninni, m.a. forvitnileg dýr sem sjást aðeins í smásjá.
Lóurnar sem spókuðu sig á Hábæjartúninu klæðast nú líka fölbrúnum haustlit. Þær eru á förum til hlýrri landa svo sem Írlands, Frakklands og Spánar. Þær láta kreppuna ekki hindra sig í því.
Njótum fallegra haustdaga áður en vetur konungur tekur völdin.
ÞÖÁ
Myndir teknar af Þorvaldi Erni Árnasyni