Hafið bláa hafið í Hlöðunni 13. desember

Föstudaginn 13. desember nk. opna nemendur úr 1. bekk Stóru-Vogaskóla og börn af Staðarborg elstu deild leikskólans Suðurvalla sýninguna Hafið bláa hafið kl. 10:00 í Hlöðunni við Egilsgötu 8 í Vogunum.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 14. desember frá kl. 14:00-17:00 og eftir samkomulagi dagana 15.-18. desember.

Allir hjartanlega velkomnir.

Hafið bláa hafið er samstarfsverkefni Stóru-Vogaskóla og leikskólans Suðurvalla í Vogum en í nóvembermánuði síðastliðnum komu börn úr 1. bekk í Stóru- Vogaskóla og börn af Staðarborg elstu deild leikskólans Suðurvalla  saman í hópum og unnu hlið við hlið að bátasmíði.  Rætt var við börnin um fiskveiðar við ströndina í Vogunum og á Vatnsleysuströndinni og þeim sýndar myndir af bátum fyrr á tímum.  Þau sáu einnig myndir af ýmsum farkostum á hafi við strendur Íslands og rætt var um hlutverk hvers og eins (skútur, trillur, skuttogarar, farþegaferjur, flutningaskip, hvalveiðiskip, varðskip o.s.frv.).
Eftir umræður var hafist handa við smíði á litlum báti og voru útgáfurnar eins margar og börnin sem tóku þátt.
Nú þegar bátasmíðinni er lokið bjóða þátttakendur og aðstandendur  til sýningar á bátunum í Hlöðunni sem staðsett er við Egilsgötu 8 í Vogunum. 
Allir þeir sem tóku þátt í verkefninu og forstöðumenn stofnananna munu hittast föstudaginn 13. des kl: 10:00 og opna sýninguna. 
Boðið verður upp á veitingar fyrir gesti, þátttakendur og aðstandendur þeirra.
Einnig verður opið laugardaginn 14. des frá kl:  14:00 – 17:00. 
 Að endingu munu bátarnir síðan rata aftur í hendur þeirra sem smíðuðu þá og munu vonandi vekja góðar minningar um þær stundir sem við vörðum saman við gerð þeirra. 
Verkefnið var unnið með það í huga að styrkja sambandið milli grunn- og leikskóla í Vogunum og er styrkt af Menningarsjóði Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum.
 
Nánari upplýsingar um sýninguna og opnunartíma Hlöðunnar veita þær
Valgerður Guðlaugsdóttir í síma 694 6922   valgerdur@vogar.is                                                                                                                                                                                                                                             og Marta Guðrún Jóhannesdóttir í síma 867 5986   martajoh@gmail.com