H- listinn heldur meirihluta sínum.

Úrslit kosninganna urðu þau, að H-listinn fékk 263 atkvæði eða 57% og þrjá menn, T-listinn fékk 116 atkvæði eða 25% og einn mann og V-listinn fékk 78 atkvæði eða 17% og einn mann. Á kjörskrá voru 525 og kjörsókn var 88%, auðir og ógildir seðlar voru 6. Í næstu sveitarstjórn sitja, frá H-lista Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson og Kristinn Þór Guðbjartsson, frá T-lista Eiður Örn Hrafnsson og frá V-lista Halldóra Baldursdóttir. Ný sveitarstjórn tekur við völdum 15 dögum eftir kjördag.