Grunnvatnsmengun í Vogum – staða mála 8.9.2014

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur nú fengið niðurstöður úr mælingum á sýnum sem tekin voru úr neysluvatninu föstudaginn 5. september s.l. Niðurstöður staðfesta að mengunin er lítil, rétt við greiningarmörk.
Neysluvatn sveitarfélagsins er tekið úr tveimur borholum. Nú hefur fengist staðfest að önnur þeirra er án mengunar. Búið að aftengja þá borholu sem í mældist mengun og einungis er tekið neysluvatn úr holunni sem reyndist ómenguð við síðustu sýnatöku.
Heilbrigðiseftirlitið tók sýni úr báðum holunum í dag, niðurstöður þeirra mælinga liggja fyrir á morgun, þriðjudag. Verði niðurstöður þeirra mælinga samhljóða þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir mun verða unnt að aflétta tilmælum um suðu á drykkjarvatni.
Þangað til er er íbúum sveitarfélagsins ráðlagt í varúðarskyni að sjóða áfram drykkjarvatnið. Íbúar eru jafnframt hvattir til að fylgjast áfram með fréttum á heimasíðu sveitarfélagsins sem og á Facebook síðunni.