Grunnvatnsmengun í Vogum

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur í dag, 4. september 2014, gefið út tilkynningu um mengun grunnvatns í sveitarfélaginu. Mengunarinnar varð vart við reglubundið eftirlit í grunnskólanum s.l. mánudag. Niðurstöður liggja nú fyrir, hins vegar er ekki unnt að segja til um hverjar ástæður mengunarinnar eru.

Heilbrigðiseftirlitið ráðleggur bæjarbúum að sjóða allt drykkjarvatn. Við tökum undir þessa ráðleggingu eftirlitsins, sem er fyrst og fremst varúðarráðstöfun.

Við munum setja inn fréttir á heimasíðu sveitarfélagsins og Facebook síðu okkar um leið og þær berast.

Tilkynning frá Heilbrigðisteftirliti Suðurnesja (pdf)