Grátlegt tap á heimavelli.

Okkar fyrsta tap á heimavelli er staðreynd. Kóngarnir komu í heimsókn og tóku öll stigin. Þrátt fyrir að við hefðum verið líklegri aðilinn í fyrri hálfleik þá vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Áttum skot í slá og skoruðum mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Seinni hálfleikur byrjaði mun betur en sá fyrri. Við tókum strax öll völd og það tók ekki margar mínútur í seinnihálfleikað skora fysta mark leiksins þegar Magnús Ólafsson kom honum yfir línuna eftir mikla stórskotahríð að marki gestanna. Áfram héldum við að sækja á þá, þrátt fyrir það voru Kóngarnir á fullu að berjast og reyna skapa sér færi. Það var svo á 80. mínútu leiksins sem Guðjón nokkur Valsson jafnaði leikinn. Gegn gangi leiksins má segja. Þróttarar tóku þá strax við sér, Palli Guðmunds prjónaði sig í gegn og kom sér einnig í færi. Reynir var að berjast á fullu þarna frammi og átti skot yfir. Einnig áttum við annað sláarskot. Það svo í viðbótartíma sem Kóngarnir stálu öllum þremur stigunum og var það sá sami og gerði fyrramarkið. Gríðalegt kjaftshögg fyrir okkar menn. Langt í frá að vera sanngjörn úrslit, Kóngarnir áttu fjögur skot að marki heimamanna og það tók þá ekki nema síðustu tíu mínúturnar að klára leikinn. Kóngarnir fögnuðu vel og lengi í leikslok. Núna heldur toppbaráttan áfram, við eigum næsta leik á mánudaginn þegar toppliðin í riðlinum mætast. Þá heimsækjum við lið KFG á Samsungvöllinn í Garðabæ. Leikurinn byrjar klukkan 20 og hvetjum við alla til að fjölmenna á leikinn og styðja liðið í baráttunni. Enda um risaslag að ræða. Þökkum öllum þeim sem mættu á völlinn í kvöld, frábær mæting eins og alltaf.

Áfram Þróttur !