Gönguferðir umhverfisnefndar halda áfram í maí , en tilgangurinn er að kynnast umhverfi okkar og hafa áhrif á það til góðs. Næstu göngur eru sem hér segir:
Miðvikudaginn 9. maí. kl. 19.30 frá versluninni N1:
Vogavík. Hugað að göngu-, reið og hjólreiðaleiðum framtíðar að Vogastapa, Vogavík og nýju undirgöngunum að Háabjalla og Snorrastaðatjörnum. Þeir sem eiga óhægt um gang gætu farið hluta leiðarinnar á bíl – svo ekki sé talað um reiðhjól eða hest!
Þriðjudaginn 15. maí: Ganga með með Viktori og Sesselju Guðmundarbörnum og Nafnfræðifélaginu, en þar er saman komið fólk sem veit mikið um örnefni og umhverfið. Gengið verður úr Brunnastaðahverfi með strandlengjunni í Voga og endað í Aragerði. Vogabúar safnast saman við Íþróttamiðstöðina kl. 19.30 og sameinast í bíla. Ekið að Halakoti á eigin bílum, mæting þar kl 20. Gengið í Bieringstanga og fáum leiðsögn þar hjá Magnúsi í Halakoti. Haldið svo áfram í Voga og Grænuborg og fleiri eyðibýli skoðuð í leiðinni. Förum loks á Arhól en þar ætlar Viktor Guðmundsson að vera með eitthvað sem tengist nöfnum í Vogum, t.d. bæjarnöfnum. Endum svo með nesti okkar í Aragerði og tökum þar lagið. Bók Sesselju Guðmundsdóttur: Örnefni og gönguleiðir, er komin út að nýju og ætla Lionsmenn að kynna hana þarna í lokin.
Miðvikudaginn 23. maí. Ganga suður á Brekku við Vogastapa. Lagt af stað frá versluninni N1 kl. 19.30. Gamla bæjarstæðið skoðað ásamt öðrum minjum á svæðinu. Staðkunnugir verða með í för.
Miðvikudaginn 6. júní: Ganga um Brunnastaðahverfi með staðkunnugum. Mæting við Íþróttamiðstöðina kl. 19.30. Safnast þar í bíla og ekið í Brunnastaðahverfi. Þar var lengi helsta þéttbýlið í hreppnum alveg þar til eftir að höfn var byggð í Vogum 1930. Aðal skólahús barnaskólans var á Brunnastöðum frá upphafi 1878 ? þar til skólahús var byggt í Vogum 1977 ?.
Miðvikudagur 13. júní – Hvert á að ganga þá? Komið með hugmyndir!
Jónsmessuferð á Keili að kvöldi laugardags 23. júní? Gengið saman á Keili og útsýnis yfir sveitarfélagið notið?
Geymið þessa dagskrá!
Umhverfisnefnd