Um síðustu helgi komu tveir hópar í heimsókn til að kynna sér sveitarfélagið.
Á föstudag kom hópur þátttakenda norrænnar ráðstefnu um fornleifar og skipulagsmál. Í hópnum var fólk frá öllum norðurlöndunum, en ráðstefnan var haldin á vegum Fornleifaverndar ríkisins. Forsvarsmaður hópsins var Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur sem býr hér í Vogum. Hópurinn var mjög áhugasamur um sveitarfélagið og þær hugmyndir hafa verið til umræðu um taka tillit til forn- og menningarminja við skipulag í sveitarfélaginu.
Á laugardag kom hópur Rótarýmanna frá Rótarýklúbb Selfoss í heimsókn undir dyggri stjórn Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar Vogamanns, en hópurinn skoðaði sig um á Vatnsleysuströnd og átti stuttan fund með bæjarstjóra í Aragerði, þar sem með meðfylgjandi mynd var tekin.
Á myndinni eru Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri og Agnar Pétursson, forseti klúbbsins.