Góðar gjafir frá Geysi Green

Á föstudagssamveru þann 29.febrúar færðu Ásgeir Margeisson forstjóri Geysir Green Energy og Auður Baldvinsdóttir markaðstjóri GGE skólanum 300.000 kr gjöf til kaupa á tækjum í náttúrufræðistofu skólans.
Þorvaldur Ö. Árnason náttúrufræðikennari var fenginn til að skoða í hvað peningunum væri best varið. 

Eftirfarandi tæki hafa nú verið pöntuð:
Smásjá m. tölvutengdri myndavél
Fjarsjá – fuglasjónauki á fæti     
7 venjulegir sjónaukar                
Tækni-Lego með róbót     
Forrit til að klippa DV kvikmyndir     
Tölvufjarstýring með leysi-bendi          
Rafeindavog, nákvæm (0,1g)     

Viljum við í Stóru-Vogaskóla færa Geysi Green Energy bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.