Á dögunum barst skólanum góð gjöf frá Snertu ehf og Snertu Island ehf. Fyrirtækin eru staðsett hér í Vogum og starfa á sviði upplýsingatækni.
Snerta gaf skólanum 12 ritþjálfa sem notaðir eru til að þjálfa nemendur í fingrasetningu á lyklaborði. Í upplýsingasamfélagi nútímans er mjög mikilvægt að nemendur nái góðum tökum á fingrasetningu. Hægt er að vinna efni í ritþjálfanum og færa inn á tölvu til að vinna frekar með hann og prenta út.
Snertu eru færðar bestu þakkir fyrir góðar og gagnlegar gjafir.
Á myndinni má sjá þá Kristinn Sigurþórsson og Magnús Steingrímsson frá Snertu afhenda Katli og Guðlaugu, nemendum í 2. bekk ritþjálfana.