Glæsileg dagskrá á Fjölskyldudaginn

Föstudagskvöldið 8. ágúst
Lundur frá Reykjanesbæ verður með forvarnarfyrirlestur og reynslusögur. Lundur forvarnarstarf er stuðningur við einstaklinga sem eru að koma úr meðferð og aðstandendur þeirra.
Fyrirlesturinn hefst kl 20:00 og verður í Tjarnarsalnum.
Allir velkomnir.

Laugardagur 9. ágúst
Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi.
Hér má nálgast dagskrána og prenta út.

Sunnudagur 10. ágúst
AF STAÐ á Reykjanesið.
Þjóðleiðarganga - Almenningsvegur
Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 10. ágúst kl. 11 í boði Sveitarfélagsins Voga í umsjón sjf menningarmiðlunar.
Gangan hefst við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Gengin verður gömul þjóðleið, Almenningsvegur frá Kálfatjörn að Kúagerði um 6 km.
Sjá nánar hér.

Frítt í sund
Frítt verður í sundlaugina í tilefni fjölskyldudagsins bæði á laugardeginum og sunnudeginum.

Markmið hátíðarinnar er að bæjarbúar skemmti sér saman. Fjölskyldudagurinn hefur reynst gott tækifæri til að hrista saman nýja sem gamla Vogamenn og Strandaringa og eiga saman góðan dag. 
Klukkan 19 hefst Hverfagrillið, en bænum er skipt í þrjú hverfi eins og áður. Íbúar eru hvattir til að koma út og grilla með nágrönnum sínum. Nú er tækifærið til að taka höndum saman, skreyta og skipuleggja sitt svæði og skapa skemmtilega stemningu.  Pylsur verða í Þorbjarnar, en fólki er að sjálfsögðu frjálst að taka með sér sína eigin rétti og skella á grillið.

Vakin er athygli á því að hundahald er bannað á aðalsvæðinu í Aragerði á Fjölskyldudaginn. Ennfremur viljum við árétta að Fjölskyldudagurinn er dagur fjölskyldunnar og ætti því að vera áfengis- og vímuefnalaus.

Allir velkomnir.