Í þeim samfélagslegu aðstæðum sem nú eru leggur Samband íslenskra sveitarfélaga höfuðáherslu á að fylgja í einu og öllu fyrirmælum opinberra aðila sem stýra aðgerðum til varnar útbreiðslu COVID veirunnar. Föstudaginn 13. mars 2020 settu sóttvarnarlæknir, fulltrúi almannavarna, forsætisráðherra, menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra fram tilmæli um skipulag skólahalds næsta mánuðinn vegna stöðunnar.
Eins og þið hafið öll fundið fyrir hefur skólastarf raskast líkt og margt annað í samfélaginu. Nú reynir á samtakamátt samfélagsins og í ljósi þess er biðlað til þeirra sem tök hafa á að vera með börn sín heima að gera það í stað þess að setja þau í leikskóla, til dagforeldra eða í frístund.
Með tilliti til þessa hefur Sveitarfélagið Vogar tekið ákvörðun um að veita afslætti af gjöldum með eftirfarandi hætti frá og með 16. mars sl.:
Sé óskað eftir nánari upplýsingum er bent á viðkomandi stofnanir.
Endurútreikningur gjalda mun taka tíma og biðjum við viðskiptavini um að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags.
Virðingarfyllst
Einar Kristjánsson
Bæjarritari - Staðgengill bæjarstjóri