Síðustu ár hefur Kvenfélagið Fjóla í Vogum verið vakandi yfir samfélaginu í Sveitarfélaginu Vogum. Kraftur í starfinu hefur verið það mikill að vart er hægt að henda reiður á því hve margar gjafir félagið hefur fært líknarsamtökum, stofnunum og félagsamtökum í Vogum.
Fyrir jólin hélt Kvenfélagið Fjóla skemmtikvöld fyrir eldri borgara í Vogum og þar afhenti Hanna Helgadóttir formaður kvenfélagsins félagsheimili eldri borgara viðbót í matarstell félagsheimilis. Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd bæjarins.
Gott og óeigingjarnt starf félagsamtaka eins og í Kvenfélaginu Fjólu er mikilvægt hverju samfélagi og styrkir félagslegar undirstöður samfélagsins. Sveitarfélagið Vogar þakkar Kvenfélaginu Fjólu kærlega fyrir sýndan hlýhug.
Inga Sigrún Atladóttir tekur við gjöfinni af Hönnu Helgadóttur