Getraunasnillingar Þróttar 2013
Næstu helgi byrjar nýtt mót þar sem fimm efstu lið riðlanna tveggja fara í úrvalsdeildina og kljást um Getraunameistara Þróttar 2013. Liðin í sjötta sæti og neðar fara í neðrideildarbikarinn og kljást um neðrideildarmeistara Getraunadeildar Þróttar 2013. Newcastle eru ríkjandi meistarar í úrvalsdeildinni og eiga ennþá möguleika á að halda dollunni. Svo má ekki gleyma að Helli & Kiddý unnu neðrideildina síðast og eiga möguleika á að halda sinni dollu.
Dagskráin fram að áramótum hjá Getraunadeild Þróttar:
16. nóvember: úrslitakeppnin hefst og einnig ætlum við að bjóða uppá hluthafamiða.
23. nóvember: 2. umferð BRÖNS fyrir alla með meðlimi Tippdeildar Þróttar, makar velkomnir með.
30. nóvember: 3. umferð. Hluthafamiði.
7. desember: lokaumferð.
14. desember: Lokahóf Getraunadeildarinnar! Getraunameistarar Þróttar krýndir, Rjómi ársins og neðrideildarmeistarar verða einnig krýndir
Byrjum aftur laugardaginn 7. janúar 2014 !
Við hvetjum alla til að vera snemma á ferðinni og spá í leikjunum næstu helgi þar sem er hlé í ensku úrvalsdeildinni vegna landsleikja. Þeir sem komast ekki sendið raðirnar ykkar á 1x2@throttur.net
Munið að fólkið í félaginu er félagið "áfram Þróttur"
Hvetjum líka alla til að taka þátt í skemmtilegum leik sem Íslenskt Getspá er að bjóða upp á, þar sem hægt er að vinna miða á leika Íslands og Króatíu: https://igvefur.lotto.is/bodsmidi