Eins og kynnt var í gær á heimasíðu Sveitarfélagsins er létt áskorendakeppni til handa íbúum að hefjast. Nú er komið að fyrsta viðburðinum. Viljum við hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að skella sér í sund laugardaginn 25. janúar. Tekin var sú ákvörðun í haust að frá og með áramótum skyldi verða frítt í sund fyrir alla íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu. Það er meðal annars liður í því að sveitarfélagið Vogar er heilsueflandi samfélag.
Að sundi loknu fær viðkomandi miða og setur nafn sitt og kennitölu á miðann. Í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar verða tveir kassar, annar fyrir 18 ára og yngri og hinn fyrir 18 ára og eldri. Við það er viðkomandi einstaklingur kominn með eitt stig í áskorendakeppninni.