GARÐUR – mannlíf, minjar og menning

Menningar- og sögutengd  ganga um  Garð (um 1.- 2. tíma ferð) í boði Sveitarfélagsins Garðs verður laugardaginn 28. júní kl. 11:00
Gangan hefst við stóra upplýsingaskiltið um Garð, við innkomuna í Garð við Garðbraut. Gönguleiðin er greiðfær, að mestu í móa og grasi. Gangan er liður í Sólseturshátíð og í tilefni af 100 ára afmæli Garðs, sjá gardur@sv-gardur.is.
Gengið verður m.a. að tóftum Heiðarhúsa, þar sem þjóðsagan segir að hafi verið stórbær, þrjátíu hurðir á hjörum, en hafi aflagst vegna reimleika. Gengið verður að Ellustekk en þar var að sögn heygður niðursetningur, sem dó á dularfullan hátt. Komið verður við í Kistugerði og letursteinninn skoðaður yfir Rafnkeli nokkrum sem sagan segir að hafi verið grafinn með fjársjóði sínum. Sigrún Jónsd. Franklín mun leiða gönguna og fjalla um það sem fyrir augu ber á leiðinni. Hún mun jafnframt kynna nýútkomna þjóðleiðarbæklinga, um gömlu þjóðleiðirnar til Keflavíkur, Garðstíg og Sandgerðisveg.
Bæklingarnir verða til sölu í Byggðasafninu á Garðskaga.