Gamlar myndir úr Sveitarfélaginu Vogum aðgengilegar á vefnum

Undanfarna mánuði hefur Sesselja Guðmundsdóttir staðið í því merkilega verkefni að safna gömum myndum úr Sveitarfélaginu Vogum, skrá þær og tryggja varðveislu þeirra. Jafnframt hefur verið unnið að því að gera myndirnar aðgengilegar á vefnum og er nú hægt að nálgast myndasafnið hér í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins.

Með því að smella á hlekkinn “Myndasafn Minjafélagsins” er farið inn á heimasíðu þar sem hægt er að skoða myndirnar sem Sesselja hefur safnað saman. Menningarráð Suðurnesja styrkti verkefnið með fjárframlagi og Sveitarfélagið Vogar hefur verið Sesselju innan handar varðandi vinnuaðstöðu og fleira.

Fimmtudagskvöldið 5. nóvember verður myndakvöld í Álfagerði þar sem Sesselja mun kynna afrakstur verkefnis síns og afhenda myndasafnið formlega til varðveislu Minjafélags Vatnsleysustrandar. Þá gefst öllum áhugasömum tækifæri til að rifja upp gamla tíma hér í sveitarfélaginu í góðum félagsskap yfir rjúkandi kaffibolla.