Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja framkvæmir reglulega eftirlit á neysluvatninu í Vogum. Nú liggja fyrir niðurstöður ársins 2019. Heilbrigðiseftirlitið sendir sýnin til rannsóknar hjá Matís, sem m.a. fær sænska rannsóknarstofu til að greina sýnin og birta um það niðurstöður. Niðurstöður sýnatökunnar þar sem fram kemur að neysluvatnið standist allar gæðakröfur samkvæmt reglugerðum má sjá í skjalinu sem fylgir þessari frétt.