Fyrsti í aðventu, sunnudagurinn 2. desember.

Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu í Aragerði á fyrsta sunnudegi í aðventu, klukkan 17:00, 2. desember 2018.
Nemendur leikskólans Suðurvalla sjá um að skreyta tréð með skrauti sem þau búa sjálf til í skólanum.
 Séra Arnór Bjarki Blómsterberg flytur stutta hugvekju, kirkjukórinn tekur lagið og nemendur í 1. bekk Stóru-Vogaskóla syngja "Snjókorn falla".
Þá er ekki útilokað að Sveinki karlinn líti við og laumi góðgæti að börnunum.

 Margt fleira verður í boði þennan dag.
 Hinn árlegi kökubasar Kvenfélagsins Fjólu verður kl. 14:00 í Glaðheimum, sal Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Glæsilegar kökur að hætti Fjólukvenna.
 Guðsþjónusta verður í Kálfatjarnarkirkju kl. 15:00.
 Hinn árlegi Epladagur Minja- og sögufélags Vantsleysustrandar verður haldinn í skólahúsinu Norðurkoti við Kálfatjörn, kl. 13:00 - 15:00. Jólasýning, kertagerð, spjall og veitingar að hætti hússins.