Hvað er nýsköpun og
hverjir eru það sem stunda nýsköpun?
Fyrirlestur Kaj Mickos í Andrews Theater, á Opna deginum á Ásbrú, laugardaginn 16. apríl kl. 13:00-14:30
Í fyrirlestri sínum mun prófessor Kaj Mickos tala um goðsagnir og hugmyndir um nýsköpun og þá sem hana stunda. Með því að taka dæmi úr raunveruleikanum og ræða um hvernig nýsköpunarsérfræðingar horfa á nýsköpun í dag vill Kaj varpa ljósi á málefnið og gera hlustandanum grein fyrir því að með réttu verkfærunum getur hver sem er stundað nýsköpun.
Kaj Mickos hefur starfað sem professor í nýsköpunarfræðum í Svíþjóð. Bakgrunnur Mickos er í atferlisfræði og sem nýsköpunarfrömuður. Hann á 30 einkaleyfi og hefur stofnað 15 fyrirtæki. Hann starfar nú í fyrirtæki sínu, Innovation Plant, sem hjálpar fyrirtækjum, stofnunum, landsvæðum og þjóðum að þróa nýsköpunarferla.
Mickos þróaði 72 tíma nýsköpunarkapphlaupið sem byrjar með því að skilgreina vandamál og nýsköpun er notuð til að finna lausnir á því vandamáli og leiðir til vöru eða þjónustu sem er tilbúin á markað. Kaj Mickos hefur einnig stjórnað 16 sjónvarpsþáttum um nýsköpun í sænska ríkissjónvarpinu.
Heppnir fyrirlestrargestir geta unnið pláss á vinnustofu Kaj Mickos "Frá vandamáli til nýsköpunar"!
Skráðu þig núna!
Aðgangur er frír, en sætafjöldi er takmarkaður svo vinsamlegast skráðu þig hér.