Fylgdarlaus börn á flótta. Námskeið fyrir vistforeldra og fósturforeldra

Auglýsing frá barnaverndarstofu:

Barnaverndarstofa býður upp á námskeið dagana 27. október og 3. nóvember 2016 fyrir þá sem hafa áhuga á að taka fylgdarlaus börn á flótta inn á heimili sín. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem höfðu samband við Barnaverndarstofu í kjölfar auglýsingar stofunnar 15. febrúar s.l. sjá slóðina http://www.bvs.is/barnaverndastofa/frettir/nr/817  Þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn sem hugsanlegir umsækjendur um að taka á móti börnum í slíkum aðstæðum eru einnig velkomnir. Sjá nánar frétt á vef Barnaverndarstofu á slóðinni http://www.bvs.is/barnaverndastofa/frettir/nr/843