Ath! Nýjar reglur um frístundastyrk Sveitarfélagsins Voga voru samþykktar í bæjarstjórn þann 30. janúar síðastliðinn.
Sjá nánar hér: /static/files/import/resources/files/931_frc3adstundastyrkur20reglur202018.pdf
Styrkur verður greiddur til barna 18 ára og yngri með lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum, gegn umsókn og framvísun greiðslukvittana um þátttöku í skipulögðu íþrótta- og/eða tómstundastarfi, eða gegn framvísun greiðslukvittunar fyrir líkamsræktarkorti sem gildir a.m.k. í þrjá mánuði
Styrkur verður greiddur til íbúa 67 ára og eldri gegn umsókn og framvísun kvittunar vegna þjálfunarkostnaðar eða framvísun greiðslukvittunar fyrir líkamsræktarkorti sem gildir í a.m.k. þrjá mánuði.
Frestur til að sækja um frístundastyrk fyrir vorönn 2019 er til 15. febrúar nk.
Greitt verður 1. mars.
Hægt er að senda inn umsókn ásamt fylgigögnum í gegnum Íbúagátt Sveitarfélagsins Voga:
https://vogar.ibuagatt.is/login.aspx