Frístundastyrkur haustönn 2017

Frestur til að sækja um frístundastyrk fyrir haustönn 2017 er til 1. október nk.
Greitt verður 15. október 2017.

Skilyrði fyrir veitingu styrkja samkvæmt Frístundakortinu

• Að iðkandi/styrkþegi eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum.
• Að styrkþegi sé á aldrinum 16 ára og yngri miðað við fæðingarár. (fæðingarár 2001 eða yngra)
• Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun sé að ræða í a.m.k. 10 vikur á önn, innan sem utan    sv.félagsins.
• Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar.

Styrkurinn er allt að 15.000 kr. á ári, ath. þeir sem nýttu allan styrkinn á vorönn 2017 geta sótt um á vorönn 2018.

Athugið! Hægt er að senda inn umsókn ásamt fylgigögnum í viðhengi gegnum Íbúagátt Sveitarfélagsins Voga.

Fyrirspurnir í síma 440-6200 eða skrifstofa@vogar.is

Reglur um frístundakort