Frestur til að sækja um frístundastyrk fyrir haustönn 2018 er til 10. október nk.
Greitt verður 15. október.
Ath! Með umsókn skal fylgja kvittun fyrir greiðslu íþróttaiðkunar þar sem fram kemur:
Nafn og kennitala félags, nafn og kennitala iðkanda, fyrir hvað er verið að greiða og æfingatímabil.
Skilyrði fyrir veitingu styrkja samkvæmt Frístundakortinu
• Að iðkandi/styrkþegi eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum.
• Að styrkþegi sé á aldrinum 16 ára og yngri miðað við fæðingarár. (fæðingarár 2002 eða yngra)
• Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun, undir leiðsögn sé að ræða í a.m.k. 10 vikur á önn, innan sem utan sv.félagsins.
• Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar.
Styrkurinn er allt að 25.000 kr. á ári, ath. þeir sem nýttu allan styrkinn á vorönn 2018 geta sótt um á vorönn 2019.
Athugið! Hægt er að senda inn umsókn ásamt fylgigögnum í viðhengi gegnum Íbúagátt Sveitarfélagsins Voga.
Fyrirspurnir í síma 440-6200 eða skrifstofa@vogar.is