Skráning í frístund fer fram á rafrænni íbúagátt Sveitarfélagsins Voga.
Umsóknir skulu berast fyrir 23. ágúst 2019.
Frístundaskóli er í boði fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og starfar hann frá kl: 13:10 til 17:00 (til 16:00 á föstudögum)
Gjald er innheimt fyrirfram. Gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 14 dögum síðar.
Uppsagnarfrestur er hálfur mánuður og skal uppsögn berast frá íbúagátt eigi síðar en 15. hvers mánaðar.
Samkvæmt verklagsreglum fyrir starfsemi Frístundar og gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga verður dvöl sagt upp við þriggja mánaða vanskil, með hálfs mánaðar fyrirvara.
Vakin er athygli á því að vanskil valkvæðar þjónustu er samræmd og séu forráðamenn í vanskilum með aðra þjónustu á vegum Sveitarfélagsins Voga verður dvöl einnig sagt upp þó skuldin sé ekki vegna viðkomandi barns.
Gjaldskrá 2019 má sjá hér
Reikninga vegna frístundar má einnig sjá á íbúagátt, undir flipanum Gjöld.
Umsjónarmaður Frístundaskólans er Ásdís Dröfn Valdimarsdóttir
Aðrir starfsmenn eru Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir og Elva Björk Guðmundsdóttir
Símanúmer Frístundar: 855-6225 / 440-6225 frá 13:00 til 17:00 (fristund@vogar.is)
Símanúmer bæjarskrifstofu: 440-6200 (skrifstofa@vogar.is )