Frístundakort - Haustönn 2013

Meginmarkmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Sveitarfélaginu Vogum geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.
Með Frístundakortinu má greiða að hluta fyrir íþróttaiðkun á vegum félaga og samtaka sem starfa í Vogum og nágrannasveitarfélögunum.
Frístundakortið eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta.

Skilyrði fyrir veitingu styrkja samkvæmt Frístundakortinu
• Að iðkandi/styrkþegi eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum
• Að styrkþegi sé á aldrinum 6 – 16 ára miðað við fæðingarár.
• Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun sé að ræða í a.m.k. 10 vikur á önn.
• Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar.

 

Frestur til að sækja um styrkinn fyrir haustönn 2013 er til 1. nóvember nk. Greitt verður 15. nóvember

Umsókn og frumriti af reikningi skal skila á bæjarskrifstofu, Iðndal 2.

 

Reglur og skilyrði Frístundakortsins má sjá hér.