Fréttir frá Þrótti

Vinninga í jólahappdrætti Þróttar má nálgast í íþróttahúsinu næst þann 4. janúar á milli 11-13! 

 

Jólahappdrætti Meistaraflokks Þróttar 2013.

Dregið var laugardaginn 14. desember. Þuríður Berglind Ægisdóttir sá um að draga og sá einnig til þess að allt færi fram eftir settum reglum. Kristinn Björgvinsson aðstoðaði hana við dráttinn.

Nálgast má vinningana þann fimmtudaginn 20. desember uppi í íþróttahúsi milli kl. 18-20, einnig laugardaginn 22. desember milli 11-11:30. Eftir áramót verður hægt að koma á laugardögum milli 11-13 og sækja vinningana. Nánari upplýsingar gefur Marteinn í síma 865-3722 á milli 17-18 eða
marteinn@throttur.net  og Friðrik 869-0050.

Þróttur Vogum þakkar öllum þeim fyrirtækjum og aðilum sem gáfu vinninga í happdrættið, án þeirra væri þetta ekki hægt. Við erum fullir af þakklæti! 1. febrúar renna ósóttir vinningar til félagsins og laugardaginn 22. desember er síðasti möguleiki til að sækja vinningana frá Vogabæ og Nesbú.


Aðalvinningurinn í ár var glæsilegur ferðavinningur innanlands og fá Flugfélag Íslands og bílaleigaa Hertz sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.
Við erum gríðarlega þakklátir öllum þeim sem styrktu okkur með kaupum á miða. Þetta er okkar mikilvægasta fjáröflun og hefur haldið starfinu gangandi síðustu árin. Kærar þakkir til ykkar.
Einnig minnum við á að miðinn gildir sem 20% afsláttur af pizzum hjá Jóni Sterka.

 

Vinningaskrá:
1. Gjafabréf frá Flugfélagi Íslands og Bílaleigu Herz. Verðmæti 150.000kr. 272
2. Canon Pixma prentari frá Omnis 32
3. Gjafabréf frá Hótel Keflavík 7
4. Árskort í Bláa lónið 106
5. Gjafabréf á Tapaz barinn 195
6. Vetrarkort í Bláa lónið. 182
7. Gjafabréf Saffran fyrir tvo 136
8. Brunch fyrir tvo á "SATT" 198
9. Gjafabréf á Gamla Pósthúsið 148
10. Gjöf frá Hársnyrtistofu Hrannar 80
11. Gjafabréf á Langbest Ásbrú 19
12. Glaðningur frá Kaskó. 84
13. Glaðningur frá Kaskó. 48
14. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 163
15. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 197
16. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 254
17. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 279
18. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 256
19. Bíómiðar frá Sambíóum Keflavík 181
20. DVD myndir frá Hagkaup 187
21. Sundkort frá Íþróttamiðstöðinni 88
22. Ljósakort frá Íþróttamiðstöðinni - 95
23. Gjafakarfa frá Vogabæ 76
24. Gjafakarfa frá Vogabæ 202
25. Gjafakarfa frá Vogabæ 191
26. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni 5000kr. 141
27. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni 5000kr. 274
28. Vegleg kaffikarfa frá Kaffitár 165
29. Vinningur frá Fjarðarkaup. 213
30. Vinningur frá Fjarðarkaup. 290
31. 10.000kr gjafabréf frá N1 Vogum. 8
32. Bónpakki frá Wurth 112
33. Bónpakki frá Wurth 11
34. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 158
35. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 184
36. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 9
37. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 226
38. 2 DVD myndir frá Myndform og bíómiðar frá Laugarásbíó. 222
39. Gjafabréf frá Sturmpinum eina Sportbarnum í Vogunum að upphæð 3000kr. 38
40. Gjafabréf frá Strumpinum eina Sportbarnum í Vogunum að upphæð 3000kr. 268
43. Vetrarkort frá Bláalóninu. 231
44.Eggjabakkar frá Nesbú 292
45. Eggjabakkar frá Nesbú 267
46. Eggjabakkar frá Nesbú 28
47. Eggjabakkar frá Nesbú 260
48. Eggjabakkar frá Nesbú 300
49. Glaðningur frá Kaskó 137
50. Glaðningur frá Kaskó 178

 

Lokahóf Getraunadeildar Þróttar var haldið síðasta laugardag.

 

Getraunameistarar Þróttar 2013 var lið Suð austan 3 með þá Kára Ásgrímsson og Gunnar Helgason innanborðs. Í öðru sæti voru Gullgellurnar með þær systur Önnu og Ingu Hlöðversdætur. 

 

Lið Helli & Kiddý unnu Vogaídýfudeildina sem er neðri deildin. Liðið er skipað Kristni Jóni Ólafssyni og Helga Þór Gunnarsyni. Marteinn Ægisson og Vignir Már Eiðsson voru í öðru sæti en þeir skipa liðið Stríð og Friður. 

 

Rjómar ársins eru sérstök heiðursverðlaun. Yfirleitt er það fyrir eftirminnilega slakt gengi. Má segja að þessi verðlaun séu orðin þau hin einu stóru. Rjómar ársins voru þeir Kristján Kristmannsson og Sigurjón Kristinsson eða Kási eins og hann er kallaður. 

 

Það voru 20 lið sem tóku þátt í Getraunastarfi Þróttar fyrir áramót eða 40 manns. Það stefnir í fjölgun eftir áramót og munum við byrja aftur laugardaginn 4. janúar, þá verður skráning fyrir næsta hópleik. Hvetjum við alla sem hafa áhuga að vera með að koma og taka þátt í þessum frábæra félagsskap. Við vorum með ýmsa viðburði tengda getraunadeildinni, t.d var miðdegisverður einn morguninn, pönnukökur annan og svo má ekki gleyma lokahófinu. 

 

 

Alla laugardaga milli kl. 11-13 erum við með heitt á könnunni og eru allir velkomnir.