Íris Ósk Hafsteinsdóttir er búin að ná lágmörkum á AMÍ (Aldursmeistaramót Íslands) en miðað er við 20. besta tímann á síðasta ári. Hún er búin að ná lágmörkunum í 100m og 200m bringusundi. Lágmarkið í 100m bringusundi er 1,39:10 mín en Íris Ósk á 1,35:93 mín og lágmarkið í 200m bringusundi er 3,33:10 mín og á Íris Ósk tímann 3,29:10 mín. Stefnan hjá sunddeildinni er að koma fleiri sundmönnum inn á AMÍ í ár. Svo betur má ef duga skal.
Yfirlit yfir helstu atburði sem gerðust hjá sunddeildinni árið 2004 má sjá hér.
Einnig er búið að stofna Garpadeild í sundi. Æfingarnar eru kl:06:00-07:00 á
morgnana. Í Garpadeildinni eru 20 manns skráðir (full þátttaka).
Æfingarnar hófust 1.febrúar og ætlar þessi hópur að æfa í 4.mánuði (feb, mars,
apríl og maí).
Með kveðju
María Jóna Jónsdóttir
sundþjálfari.