Fréttir af Meistaraflokki Þróttar !

Nú þegar búið eru 2/3  er ekki úr vegi að fara yfir gang mála. Það eru fimm leikir eftir af Íslandsmótinu. Það er ekkert leyndamál að staða liðsins  er okkur vonbrigði og ekki eins og flestir áttu von á. Liðið er í fimmta sætinu en það eru ennþá 15 stig í pottinum og leikmenn meira enn viljugir til að berjast um þau á næstu vikum. Þótt ótrúlegt sé þá erum við bara búnir að tapa þremur leikjum. En jafnteflin sem við erum að gera fara illa með okkur. Allir þessir tapleikir hafa ráðist í restina á leikjunum og við höfum aldrei verið undr í hálfleik í þessum leikjum. Þetta er jafn riðill og allir geta unnið alla. Við erum hvergi nærri hættir, við þurfum að ná þriðja sætinu í riðlinum. Tveir góðir leikir í röð geta gefið okkur mikið.
Við mættum Víðir á heimavelli í síðasta leik og fóru leikar 1-1 í jöfnum leik. Næsti leikur er á móti Snæfell á laugardaginn og er leikurinn á útivelli. Snæfell hafa verið að styrkja sig mikið síðustu daga og það verður nýtt lið sem mætir okkur næst.

Félagsskiptaglugginn opnaði fyrir stuttu og er opinn til 31. júlí. Við náðum okkur í einn leikmann og heitir hann Dalibor Lazic og er frá Serbíu. Kemur hann til með að klára tímabilið með okkur. Hann er 30 ára og spilaði á Möltu síðast.

Það er vel mætt á leikina hjá okkur, þökkum öllum sem hafa verið að styðja  okkur og öskra okkur í gang. Hvetjum ykkur til að halda þessu áfram!

Næsti heimaleikur er 17. ágúst.

 

 

 

Staðan: